PRJÓN uppskriftir – KNIT patterns

ÞRJÁR SKOTTHÚFUR

Skotthúfurnar eru hannaðar með tilvísan í hefðina og söguna – eitt sinn var skotthúfan það fyrsta sem konur settu upp á morgnana og það síðasta sem konur tóku niður á kvöldin. Nú þegar konur eru hættar að bera húfur innandyra hafa þær annað hlutverk og þessar húfur eru hlýjar útivistarhúfur prjónaðar úr lopa og bandi frá Ístex.

STÚLKA nefnist svarta húfan með rauða skúfinn. Húfan er prjónuðu úr léttlopa eða tvöföldu kambgarni eftir sömu uppskrift.

ARNGRÍMA er skotthúfa með tvíbandamunstri, sem upphaflega var hannað sem lopapeysumunstur fyrir Arngrím son minn fyrir nokkrum áratugum!

GARÐASKOTTAN er prjónuð úr þreföldum plötulopa á prjóna númer 6.0. Skotthúfan er fljótgerð, garðaprjónuð langsum með svokölluðum “styttum umferðum” sjá skýringamynd á aðferðinni t.d. á TECH-knitting vefsíðunni: http://techknitting.blogspot.com/2009/10/short-rows-method.html

Hver uppskrift kostar 400 krónur. Ef þið hafið áhuga á að kaupa uppskriftirnar, eða pakka – uppskrift og garn, sendið mér póst á netfangið skotthufan@gmail.com og fáið nánari upplýsingar.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s